Eftir þriggja áratugahlé snýr 166 ára gamli gallabuxnaframleiðandinn Levi Strauss aftur á hlutabréfamarkað. Félagið hyggist safna 587 milljónum Bandaríkjadala, eða sem samsvarar 71,1 milljarði íslenskra króna með hlutafjárútboði og skráningu á markað.

Ef það gengur eftir mun verðmæti félagsins nema 6,2 milljörðum dala, sem samsvarar 751 milljarði íslenskra króna. Ætlunin með hlutafjárútboðinu er að styrkja félagið í að verða alhliða og alþjóðlegt tísku- og lífsstílsvörumerki.

Kemur hlutafjárútboðið til viðbótar við nokkur önnur þekkt vörumerki sem áætlað er að fari á markað í ár, má þar nefna Uber, Pinterest og Airbnb.

Nánari útlistun á hlutafjárútboðinu kemur á svipuðum tíma og aukin eftirspurn eftir gallabuxum frá keppinautum félagsins, American Eagle Outfitters og Abercrombie & Fitch, hefur leitt til þess að félögin gáfu út mjög sterk ársfjórðungsuppgjör í síðustu viku.

Tekjur Levi Strauss á síðasta ári námu 5,6 milljörðum dala, eða sem samsvarar 678 milljörðum íslenska króna. Hlutafjárútboðinu er ætlað að safna fé til að ná betur til ungra viðskiptavina með sérsniðnum gallabuxum og sérmerktum bolum, sem og til að kaupa fleiri fyrirtæki.

Félagið var stofnað af þýskum innflytjanda til Bandaríkjanna árið 1853 hyggst bjóða fjárfestum nærri 37 milljónir hluta, á verðbilinu 14 til 16 dalir.