Lögmannsstofan Lex fékk því framgengt fyrir nokkru að hún fengi veð í nýreistu húsi Kára Stefánssonar, forstjóra og stofnanda Íslenskrar erfðagreiningar, við Fagraþing í Kópavogi.

Lex hafði unnið fyrir Kára og hljóðaði reikningur lögmannsstofunnar upp á tæpar tvær milljónir króna. Krafan er reist á niðurstöðu úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins um hæfilegt endurgjald fyrir þjónustuna fyrir Kára. Kári neitaði hins vegar að borga og fór lögmannsstofan fram á fjárnám hjá honum. Fjárnámið skilaði því að lögmannsstofan fékk veð í húsi Kára. Telur lögmannsstofan að með veðinu hafi hún eins og aðrir veðhafar tryggt réttindi sín gagnvart Kára.

Kári Stefánsson var hins vegar ekki sáttur og fór í mál.

Kári sagðist reyndar ekki kannast við málið þegar Viðskiptablaðið ræddi við hann á miðvikudag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .