Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Eyju fjárfestingarfélags á helmingshlut í Gló eignarhaldsfélagi sem rekur samnefnda veitingastaði.

Birgir Þór Bieltvedt og kona hans eru eigendur Eyju en Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að þau myndu koma inn í eigendahóp Gló en þau Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson koma áfram að rekstri og eignarhaldi. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Eyja eigi meirihluta í Pizza-Pizza ehf. sem rekur 18 Domino´s staði hér á landi og 83% hlut í Joe Ísland ehf. sem rekur tvo veitingastaði undir nafninu Joe & the Juice.

Samkeppniseftirlitið telur að samruni Eyju og Gló muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni.