*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 11. október 2014 19:35

Leyfa sýningarrými í Bankastræti 0

Nota á gömu kvennasnyrtinguna við Bankastræti sem sýningarrými.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn Reykjavíkurborgar þess efnis að innrétta sýningarrými í gömlu kvennasnyrtingunum sem voru neðanjarðar við Bankastræti 0. Þetta var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa á þriðjudag. Ef og þegar til þess kemur að nýta rýmið verður það auglýst.

Borgin á húsnæðið sem hefur undanfarið verið autt og lokað almenningi. Klósettaðstaðan við Bankastræti 0 var byggð árið 1930 en var endanlega lokað fyrir nokkrum árum. Ástæðan var sú að aðstaðan uppfyllti ekki nútímakröfur, til að mynda um aðgengi fatlaðra, auk þess sem einangrun og loftræsting þótti ófullnægjandi fyrir starfsemi af þessu tagi.