Leyfi verður fyrir því að veiða allt að 1.315 hreindýr á komandi veiðitímabili, þar af 922 kýr og 393 tarfa. Þó verður óheimilt að veiða kálfa og eru veturgamlir tarfar alfriðaðir.

Veiðitímabilið er frá 1. ágúst til og með 15. september. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst og til með 15. september . Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.

Það er umhverfis- og auðlindaráðherra sem ákvarðar hversu mikið er veitt af hreindýrum og skiptast veiðiheimildirnar í níu svæði. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda.

Veiðiheimildir árið 2017 er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda.