Leyfilegt verður að tala í farsíma um borð í flugvélum samkvæmt nýjum reglum frá Evrópusambandinu. Hægt verður að tala í farsíma í flugvélum eftir að 3000 metra hæð hefur verið náð. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Þessi ákvörðun hefur verið tekin eftir sex mánaða rannsóknarvinnu, en talið er að fyrstu farsímasímtölin um borð í flugvélum geti átt sér stað í næsta mánuði. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þó varað við því að símafyrirtæki rukki of hátt verð fyrir þjónustuna.

Til að virkja farsímakerfið í háloftunum eru litlum sendum komið fyrir í vélunum, sem mynda lítið þjónustusvæði í kringum og inn í vélinni. Símtöl fara síðan í gegnum gervihnött áður en þau ná til jarðar.