Það er ekki heiglum hent að reka starfsleyfisskylt fjármálafyrirtæki í dag, sérstaklega smærri fyrirtæki, að sögn Andra Guðmundssonar, forstjóra H.F. Verðbréfa. „Eftirlitskostnaður er umtals­ verður auk þess sem við þurfum að standa straum af kostnaði við innri endurskoðun, áhættustjórnun og regluvörslu að ógleymdum fjársýsluskattinum. Það má ekki gleyma að keppinautar okkar eru ekki einungis önnur starfsleyf­isskyld fyrirtæki, sem þurfa jú að bera þessar byrðar líka, heldur einnig fjöldi fyrirtækja sem ekki eru starfsleyfisskyld,“ segir Andri.

Þar er hann að tala um fyrirtækjaráðgjöfina. „Stóru endurskoðunarfyrirtækin keppa t.d. á þeim markaði þótt ekki þurfi þau að bera þann kostnað sem fjármálafyrirtæki þurfa að bera að ógleymdum fjölda smærri ráðgjafa­ fyrirtækja og einyrkja.“ Hann tekur fram að samkeppni sé góð og fyrirtækjaráðgjöf geti gefið vel af sér, þótt menn megi aldrei slaka á. „Þessi aðstöðumun­ ur er hins vegar ekki af hinu góða. Það vill stundum gleymast að starfsleyfisskyldum fyrirtækjum er nokkuð þröngur stakkur skor­ inn af leyfinu sjálfu. Fjármálaeft­irlitið hefur verið að gagnrýna minni fjármálafyrirtæki m.a. fyr­ ir skýrsluskrif fyrir opinbera aðila þar sem slík skýrslusmíð er ekki hluti af starfsleyfi þeirra. Sama á við um okkur, en ekki alla keppi­ nauta okkar og eykur það á að­ stöðumuninn. Í starfsleyfum bank­ anna t.d. er opið fyrir margs konar þjónustu­ og hliðarstarfsemi og þá eru þeir sem ekki eru starfsleyfis­ skyldir með fullkomlega frítt spil í þessum efnum.“

Í Viðskiptablaðinu er að finna ítarlegt viðtal við Andra. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.