Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hefur gefið út reglugerð um veiðar á ísbjörnum á næsta ári. Þá verða veiðarnar í fyrsta skipti í sögunni takmarkaðar við ákveðinn fjölda dýra en leyft verður að skjóta 150 ísbirni á árinu.

Finn Karlsen sjávarútvegsráðherra hafði samráð við KNAPK, sem eru samtök veiðimanna, og KANUKOKA, samtök sveitarfélaga, um kvótann. Hann byggir á meðalveiði áranna 1993 til 2002. Aðeins atvinnuveiðimenn með gild veiðileyfi fá leyfi til að skjóta ísbirni á næsta ári að sögn grænlenska útvarpsins.

(www.skip.is)