Fjármálaráðherra vill leyfa kjararáði að víkja frá því viðmiði að eng- inn hafi hærri daglaun en forsætisráðherra. Lögin hafa gert það að verk- um að undirmenn hafa hærri laun en yfirmenn hjá hinu opinbera.

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem leyfir kjararáði að víkja frá þeirri reglu að enginn ríkisstarfsmaður skuli hafa hærri föst daglaun en forsætisráðherra. Slíkt var samþykkt á þingi í ágúst 2009. Á sama tíma færðust launamál fleiri æðstu manna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisstofnana undir kjararáð, meðal annars launamál seðla­ bankastjóra.

Mánaðarlaun Jóhönnu Sig­urðardóttur forsætisráðherra eru í dag 1.152.021 krónur, samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 21. desember 2011. Þar er með talið þingfararkaup að fjárhæð 589.559 krónur.

Framkvæmdastjórarnir hærri

Hjá Landsbankanum eru allir framkvæmdastjórar með hærri laun en Steinþór Pálsson banka­stjóri. Heildarlaun hans á mán­uði eru um 1,1 milljón króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.