Samhliða vinnu við samningskaupalýsingu Austurhafnar-verkefnisins verkefnisins hefur útfærsla þess verið endurskoðuð. Af helstu breytingum má nefna að lóð sú sem á að fara undir tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel (TRH) hefur verið færð norðar. Þá er gert ráð fyrir að heildarbyggingamagn á aðliggjandi lóðum fari úr 15 þúsund í 38 þúsund fermetra. Miðað er við að TRH verði ríflega tvö þúsund fermetrum stærra en áður var ráðgert, eða um 17 þúsund fermetrar.

Aðalsalur tónlistarhúsins á að taka að lágmarki 1.500 manns í sæti, en bjóðendum er heimilt að gera ráð fyrir allt 1.800 sætum, eða 300 fleiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá liggur fyrir að nýta á húsið á fjölbreyttari hátt, m.a. fyrir óperusýningar með einföldum sviðsbúnaði og beinar sjónvarpsútsendingar. Er nú gert ráð fyrir að í húsinu verði hringsvið og hljómsveitargryfja, sem og ýmis konar aukabúnaðar í ráðstefnumiðstöðinni.