*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 22. september 2017 11:36

„Leyndarhyggjan var engin“

Héraðsdómslögmaður bendir á að afgreiðsla stjórnsýslunnar við fyrirspurn RÚV var meira en helmingi styttri en almennt gerist.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heiðrún Lind Marteinsdóttir héraðsdómslögmaður og framkvæmdastjóri SFS, segir að afgreiðsla málaleitana RÚV um upplýsingar um gögn um uppreist æru hafi verið mun skjótari en almennt gerist í stjórnsýslunni.

Í pistli sínum í Viðskiptablaðinu sem byr yfirskriftina Leyndarhyggja? bendir hún á að þriggja mánaða málsmeðferðartími stjórnvalda í málum sem þessum bendi ekki til þess að slíkar ásakanir eigi við rök að styðjast.

„Meðalmálsmeðferðartími mála fyrir úrskurðarnefnd upplýsingamála á þessu ári er 207 dagar eða nærri 7 mánuðir. Málið fékk því mun skjótari afgreiðslu en mál almennt. Hið rétta er því að leyndarhyggjan var engin,“ segir Heiðrún Lind sem segir lögin stundum óskýr um hvað sé rétt að upplýsa og hvað ekki.

„Þegar málefni einstaklinga eru undir er bæði rétt og skylt af stjórnsýslunni að fara varlega. Séu viðkvæmar persónuupplýsingar afhentar almenningi, verður sú ákvörðun ekki aftur tekin ef í ljós kemur síðar að óheimilt var að láta hlutaðeigandi upplýsingar af hendi.“

Í pistlinum þá rifjar hún upp helstu dagsetningarnar í málinu sem nú tröllríður samfélaginu: 

  • 16. júní - fór fréttamaður RÚV fram á aðgang að gögnum um Robert Downey vegna beiðni hans um uppreist æru. 
  • Nokkrum dögum síðar synjaði dómsmálaráðuneyti beiðni RÚV. 
  • 26. júní - RÚV kærir ákvörðun ráðuneytisins um synjun. 
  • 3. júlí - ráðuneytinu kynnt kæran
  • 14. júlí - RÚV fékk umsögn ráðneytisins
  • 22. ágúst - Rúv sendi athugasemdir
  • 19. júlí - óskaði úrskurðarnefnd eftir afstöðu þeirra einstaklinga sem komu fyrir í gögnum sem RÚV óskaði aðgangs að 
  • 21. júlí og 24. júlí - þeir lögðust allir gegn afhendingu gagnanna
  • 11. september - Kveðinn upp úrskurður um að ráðuneytinu beri að afhenda umbeðin gögn en þó einnig að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar. 

„Af þessu má ráða að báðir aðilar höfðu nokkuð til síns máls,“ segir Heiðrún lind.

Frá því að RÚV óskaði gagnanna og þar til úrskurður lá fyrir liðu tæpir þrír mánuðir. Þeir sem til þekkja um málsmeðferð stjórnvalda átta sig á að hér var um skjóta afgreiðslu að ræða.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is