Samkvæmt tveimur bókum eftir starfsmenn Hvíta Hússins var Hillary Clinton mjög dónaleg við leyinþjónustustarfsmenn og kom fram við þá eins og húshjálp. Bill Clinton var hins vegar mikill herramaður og vinalegur við leyniþjónustumennina og fjölskyldur þeirra.

Samkvæmt bókinni Unlimited Access eftir FBI fulltrúann Gary Alridge var Hillary Clinton þekkt fyrir að lemja leyniþjónustufulltrúa í höfuðið með bók fyrir það að vera að hlera hvað hún væri að segja og að öskra á fulltrúa fyrir að halda ekki á töskunum hennar, nokkuð  sem er ekki í starfslýsingu þeirra.

Á sama tíma og Hillary er sökuð um að hafa verið dónaleg var Bill Clinton algjör herramaður, samkvæmt leyniþjónustafulltrúanum Dan Emmett. Hann skrifaði um tímann þegar hann gætti öryggis Bill Clinton forseta frá árinu 1993 þegar hann tók við embættinu í janúar, í nýrri bók, Within Arm‘s Length. Hann starfaði í tíð George H. W. Bush, Bill Clinton og George W. Bush.

Í bókinni segir hann Hillary aldrei hafa þakkað fulltrúum fyrir neitt, ólíkt Bill og dóttur þeirra Chelsea, og kom Hillary fram við leyniþjónustuna eins og þjónustufólk. Hann fjallar sérstaklega um eitt stormasamt kvöld á Valentínusardag árið 1994 þegar Bill og Chelsea báðu hann um að koma með sér til að taka óvænt á móti Hillary úti á flugvelli. Bill og Chelsea þökkuðu honum sérstaklega fyrir þetta, en það gerði Hillary ekki.

Hann segir Bill Clinton alltaf hafa verið vinalegan við starfsmenn leyniþjónustunnar og spjallað við þá um líf þeirra og fjölskylduhagi. Hins vegar hafi vinsemd Bill ollið erfiðleikum, eins og árið 1993 á ferðalagi um Rússland þegar hann ákvað að stökkva út úr limósíunni til að heilsa upp á fólk á götum Moskvuborgar á leiðinni úti á flugvöll.

Hlaupaáhugi Bill var til vandræða

Einnig tók mikli hlaupaáhugi Bill Clinton sinn toll á leyniþjónustumönnum en fulltrúar sem voru ekki í formi áttu að fylgja honum eftir í hlaupum sínum með bæði byssu og útvarp. Tveir fulltrúar áttu að hlaupa við hlið hans að hverju sinni en þetta varð sífellt erfiðara þegar forsetinn fór að hlaupa hraðar og hraðar. Auk þess þurfti hermaður að hlaupa með þeim haldandi á stórri skjalatösku með kjarnorku kóðunum sem forsetinn myndi þurfa til að hefja kjarnorkustríð. Bill neitaði að hlaupa innan veggja Hvíta Hússins og vildi alltaf vera á götum borgarinnar og heilsa upp og spjalla við vegfarendur.