Írsk stjórnvöld börðust fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði sínu í fyrrakvöld þegar leynilegar viðræður áttu sér stað í Brussel um 77 milljarða punda, 13.600 milljarða króna, björgunarpakka fyrir Írland. Þetta kemur fram á vef Telegraph. Írskir ráðherrar halda staðfastlega haldið fram að Írland geti komist í gegnum erfiðleikana sem við er að eiga án björgunarpakka frá Brussel. Fjárfestar hafa undanfarnar vikur selt skuldabréf útgefin af írska ríkinu og öðrum írskum aðilum. Vaxandi áhyggjur eru af því að vandræði Íra flytjist yfir til fleiri evrulanda verði ekki brugðist við þeim fljótt. Eru Spánn og Portúgal líklegustu löndin til að lenda í vandræðum.