Samkomulag liggur fyrir um hvernig leysa eigi úr skuldavanda sex þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Markmiðið er að uppstokkun á efnahag þessara fyrirtækja verði lokið fyrir 1. maí 2011.

Það þýðir að leysa á vanda um þúsund fyrirtækja á mánuði að meðaltali. Lykillinn að hraðri afgreiðslu mála er einfalt og skýrt ferli sem á að vera hægt að leysa í útibúum fjármálafyrirtækja. Úrvinnsla mála á því ekki að vera bundin við höfuðstöðvar banka og sparisjóða og fyrirtækjasviða þeirra.

Samkomulagið hefur verið unnið á vettvangi fjármálafyrirtækjanna með aðkomu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .