*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 27. desember 2017 16:43

Leysir upp hóp um búvörusamninga

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur leyst upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Ritstjórn
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur leyst upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga að því kemur fram á mbl.is. Ráðherrann vill þó ekki staðfesta að hópurinn hafi verið leystur upp en segir að verið sé að vinna í málinu. 

Ekki er vitað hvort ráðherra ætli að skipa upp á nýtt í hópinn eða hvort hann verði lagður niður. Hins vegar segir í frétt mbl.is að af ákvörðun ráðherrans megi ráða að ekki standi til að ráðst í umfangsmikla endurskoðun á búvörusamningnum þegar færi gefst, árið 2019. 

Hópurinn var skipaður af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur en það var hennar fyrsta verk að endurskipa í hópinn, var það ætlun Þorgerðar að auka hlut umhverfis- og neytendasjónarmiða við endurskoðun búvörusamninga. Í hópnum sátu: 

 • Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, formaður (land­búnaðarráðherra)
 • Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir (land­búnaðarráðherra)
 • Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir (land­búnaðarráðherra)
 • Jóna Björg Hlöðvers­dótt­ir (land­búnaðarráðherra)
 • Þór­unn Pét­urs­dótt­ir (um­hverf­is­ráðherra)
 • Páll Rún­ar Mika­el Kristjáns­son (Fé­lag at­vinnu­rek­enda)
 • Ró­bert Farest­veit (Alþýðusam­band Íslands)
 • Ólaf­ur Arn­ars­son (Neyt­enda­sam­tök­in)
 • Andrés Magnús­son (Sam­tök at­vinnu­lífs­ins)
 • Sindri Sig­ur­geirs­son (Bænda­sam­tök Íslands)
 • Björg­vin Jón Bjarna­son (Bænda­sam­tök Íslands)
 • Elín Heiða Vals­dótt­ir (Bænda­sam­tök Íslands)
 • Helga Jóns­dótt­ir (Banda­lag starfs­manna rík­is og bæja)
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is