Fyrrverandi eiginkona olíukóngsins Harold Hamm hefur nú leyst út 975 milljóna dala ávísunina sem dómari í Oklahoma dæmdi hann til þess að greiða henni í skilnaðarmáli þeirra. Fjárhæðin jafngildir um 125 milljörðum íslenskra króna.

Áður hafði Sue Ann Arnall, eiginkonan fyrrverandi, hafnað því að leysa út ávísunina og ætlaði sér að áfrýja úrskurði dómarans. Michael Burrage, sem er lögmaður Hamm, staðfestir hins vegar í samtali við CNBC að hún hafi nú leyst út ávísunina.

Ekki hefur fengist staðfest hvort deilunni sé þar með lokið á milli hjónanna fyrrverandi.