Það kann að vera betra fyrir samfélagið að lækka skatta á fyrirtæki en á laun þar sem því fylgja jafnt hærri laun sem meiri framleiðni, aukin samkeppnishæfni, fleiri störf og aukin velmegun. Þetta kemur fram í business.dk í dag, sem fjallar um niðurstöður vísra manna hagfræðingaráðs í Danmörku (d. de økonomiske vismænd), sem er ráð fjögurra óháðra hagfræðinga.

Lækkun skatta á fyrirtæki úr 25% í 20% getur að mati hagfræðingaráðsins hækkað laun um 1,25% og skapað fleiri störf. Ástæðan er sögð sú að lægri skattar ýti undir fjárfestingar fyrirtækja og auki framleiðni sem hafi sýnt sig að hækki laun og lækki vöruverð.