Fjármunamyndun dróst saman um 51% á árinu 2009 og var hlutfall hennar af landsframleiðslu 13,9%. Þetta er lægsta hlutfall fjármunamyndunar frá 1945,“ segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem komu út í gær.

Þetta hlutfall er sagt vera tæplega 60% af því sem virðist samrýmast eðlilegri þróun á framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma. Gert er ráð fyrir að „hlutfallið lækki enn á þessu ári og verði rúmlega 13% en hækki svo smám saman eftir það“ eins og orðrétt segir í Peningamálum.

Miklu mun skipta í þessum efnum að stóriðjuframkvæmdir í Helguvík munu fara á fullu í gang á árunum 2012 og 2013 en ekki um ári fyrr eins og áður hafði verið spáð