Fasteignafélagið Nýsir hefur vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gert samning við Landsbanka Íslands [ LAIS ] um aðstoð við sölu á eignum, öflun nýs hlutafjár og fjárhagslega endurskipulagningu lána til að tryggja framgang þeirra verkefna sem félagið er með í þróun.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Nýsir tapaði 2,3 millörðum króna árið 2007, samanborið við tap upp á 466 milljónir króna árið áður.

Eiginfjárhlutfallið árið 2007 var 7% samanborið við 14% árið áður.

Félagið velti 9,3 milljörðum árið 2007 en 3,9 milljónum árið áður.