Libor millibankavöxtunum verður skipt út fyrir annað kerfi árið 2021 samkvæmt frétt Bloomberg . Að sögn Andrew Bailey, forstjóra breska fjármálaeftirlitsins, er ekki lengur hægt að viðhalda vöxtunum þar sem gögn skortir til að meta þá rétt.

London Interbank Offered Rate eða Libor-vextir samanstanda af metnu meðaltali 20 banka yfir vexti sem þeir telja sig geta lánað sín á milli í fimm mismunandi gjaldmiðlum yfir sjö mismunandi tímabil. Samtals eru um 350.000 milljarðar dollara af fjármálaafurðum í heiminum sem miða við Libor-vexti.