Lýbísk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau hefðu selt meirihluta sinn í evrópska hreinsunar- og markaðsfyrirtækinu Tamoil til bandaríska einkafjárfestingafyrirtækisins Colony Capital LLC. Söluverðið er í kringum fjóra milljarða Bandaríkjadala, segir í tilkynningu sem stjórnvöld í Lýbíu sendu frá sér. Hins vegar munu stjórnvöld enn halda eftir 35% hlut í félaginu. Salan er jafnframt liður í áformum ríkisstjórnarinnar um ráðast í umfangsmiklar markaðsumbætur á efnahagslífi landsins og markar ákveðinn sigur fyrir stuðningsmenn þeirra sem vilja að Líbýa verði að virkari þátttakanda í alþjóðahagkerfinu.