Íslensk verðbréf stóðu fyrir fótboltamóti fjármálafyrirtækja á Akureyri síðasta laugardag. Alls tóku 32 lið þátt í mótinu, en þar af voru 24 karlalið og átta kvennalið.

Í úrslitum í karlaflokki voru það H.F. Verðbréf og Virðing/Alda sem áttust við, en leiknum lauk með öruggum sigri þeirra fyrrnefndu og voru lokatölur 5-1. Mörk H.F. Verðbréfa skoruðu Daði Kristjánsson og Adrian Sabido.

Í kvennaflokki var það Arion banki sem varð hlutskarpastur. Þar vann liðið sinn riðil, sigraði svo Seðlabankann í undanúrslitum og lagði að lokum Landsbankann í úrslitaleiknum þar sem lokastaðan varð 3-1. Erna Birgisdóttir skoraði tvö mörk og Margrét Ingþórsdóttir eitt mark.

Sigurlið Arion banka:

Sigurlið Arion banka á fótboltamóti fjármálafyrirtækja.
Sigurlið Arion banka á fótboltamóti fjármálafyrirtækja.
© Aðsend mynd (AÐSEND)