*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. júní 2015 20:41

Lið Skúla Mogensen tók loks á rás

Eftir slaka byrjun hefur liðið Wow strákar náð sér á strik í áheitasöfnun í tengslum við WOW Cyclothon.

Ritstjórn

Lið Skúla Mogensen forstjóra WOW air, sem nefnist WOW strákar, tók loks á rás í kvöld og skaust upp í 5. sætið í áheitasöfnuinni í WOW Cyclothon.

Mestu munaði um gefanda sem er ekki gefur upp nafn sitt. Sá nafnlausi gaf 200 þúsund krónur. Samtals hefur liðið safnað 265 þúsund krónum.

Enn er MP banki í efsta sæti með 480 þúsund krónur, Team Scania er komið aftur í annað sæti með 369 þúsund krónur og fast á eftir þeim fylgja Kríurnar með 354 þúsund krónur.

Alls hafa safnast 10,3 milljónir króna. Hér er hægt að styrkja málefnið.