Öldungadeildarþingmaðurinn JoeLieberman hyggst leggja fram tillögur í næstu viku um að stórum stofnanafjárfestum verði bannað að eiga í viðskiptum á hrávörumörkuðum. Bannið tekur tillit til vísitölusjóða. Fram kemur í frétt New York Times að Lieberman hyggist einnig leggja fram hugmyndir sem takmarka hversu mikla stöðu spákaupmenn mega taka á hrávörumörkuðum og um bann við því að fjárfestingabankar taki stöðu á markaðnum með framvirka samninga til þess að verja stöður á alþjóðlegum markaði með skiptasamninga.