Krónan er í styrkingarham og hefur styrkst um það bil hálft prósent það sem af er degi. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrissérfræðingum virðist sem líf sé aftur komið í millibankamarkað eftir margra vikna ládeyðu. Þar urðu viðskipti bæði í gær og aftur í morgun. "Þótt ekki sé gott að segja hver markaðsaðila er að selja gjaldeyri, eða hvers vegna, gæti maður látið sér detta í hug að áhyggjur af yfirvofandi gjalddaga ríkisbréfa í eigu útlendinga í næstu viku, og gjaldeyrisútflæði honum tengt, hafi minnkað," sagði sérfræðingur á markaði.

Eftir því sem komist verður næst erinhver, eða einhverjir, bankanna sem telja sig væntanlega hafa nægilegan gjaldeyrisforða til að mæta slíku útflæði næsta kastið. Þeir geta því farið með umframinnflæði gjaldeyris vegna afgangs á vöru- og þjónustuviðskiptum beint á millibankamarkaðinn líkt og raunin var á fyrstu vikum ársins. Hugsanlega gæti þetta leitt til frekari styrkingu krónunnar næstu daganna.