Líklegt er að líf ekki bara Sparisjóðabankans heldur hugsanlega einnig fleiri fjármálafyrirtækja hangi á bláþræði.

Svo virðist sem IMF hafi krafist þess að bréf gömlu bankanna færu í þrotbú þeirra en ekki inn í nýju bankana.

Vandanum var þar með velt yfir á Seðlabankann sem í versta falli gæti hreinlega tapað öllu eigin fé sínu.

Málið er ekki ýkja flókið: Miðað við ummæli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í Kastljósi þess efnis að erlendir kröfuhafar íslensku bankanna muni væntanlega fá 5-15% af kröfum sínum greiddar má ætla að Seðlabankinn og innlendir aðilar þurfi nú að taka á sig skell upp á 255 milljarða króna vegna skuldabréfa Glitnis, Landsbankans og Kaupþings sem fjármálafyrirtækin hafa lagt fram sem veð gegn lánum í Seðlabankanum.

Er þá miðað við 15% endurheimtuhlutfall og að heildarupphæðin sé 300 milljarðar króna eins og haldið hefur verið fram þótt Seðlabankinn hafi ekki viljað staðfesta það né gefa upp hver upphæðin er.

Ef skotið er á að heildarupphæðin sé 200 milljarðar yrði skellurinn upp 170 milljarða.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .