*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 25. febrúar 2018 13:34

Líf og Elín Oddný efstar hjá VG

493 greiddu atkvæði í rafrænu forvali VG í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara 26. maí næstkomandi.

Ritstjórn
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi mun leiða lista VG í borginni
Aðsend mynd

Líf Magneudóttir var efst, og Elín oddný Sigurðardóttir í öðru sæti í rafrænu forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem haldið var í gær. Líf fékk afgerandi kosningu í 1. sæti, eða 401 atkvæði af 489 gildum atkvæðum í forvalinu.

Elín Oddný fékk næst flest atkvæði í 1. sætið, eða 36 atkvæði, en í 1. til 2. sæti fékk hún 311 atkævði. Sá sem næstur á eftir henni kom var Gústav Adolf Bergmann með 99 atkvæði. Hann komst ekki á lista.

Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí næstkomandi. Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild.

Niðurstaða forvalsins er etirfarandi:

  1. sæti Líf Magneudóttir.
  2. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir.
  3. sæti Þorsteinn V. Einarsson.
  4. sæti Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm.
  5. sæti René Biasone.

Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:

  • 1. sæti

Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.

  • 2. sæti

Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.

  • 3. sæti

Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.

  • 4. sæti

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur varGústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.

  • 5. sæti

René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.

Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is