General Motors mun loka Saab bílaverksmiðjunum ef ekki fæst margra milljarða króna aðstoð frá sænskum stjórnvöldum. VG í Noregi sagði í morgun að mikil svartsýni sé um áframhaldandi líf Saab og að seint í gærkvöldi hafi afstaða sænsku ríkistjórnarinnar ekki legið fyrir. Haft er eftir Maud Olofsson fjármálaráðherra að hún sé ekki tilbúin til að spila fjárhættuspil við GM með skattpeninga almennings í Svíþjóð.

Dagens Nyheter í Svíþjóð segir frá blaðamannafundi sem Jan Åke Jonsson forstjóri Saab hélt í morgun þar sem hann gaf engin afgerandi svör um framhaldið. Hann vonast þó til að geta gefið nákvæmari svör eins fljótt og auðið er. Hann segir ástandið flókið og það eigi ekki bara við bílaiðnaðinn í Svíþjóð, heldur einnig í Evrópu almennt sem og í Bandaríkjunum og Japan.

Upplýsti hann ná fundinum að Saab hafi átt í viðræðum við Evrópska fjárfestingabankann. „Í framhaldinu er það von okkar að það finnist kaupandi sem er tilbúinn að taka yfir Saab automobile,” sagði Jan Åke Jonsson