*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 11. maí 2018 14:25

Líf segir Pírata loðna í tilsvörum

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum, óskar sér hreins meirihluta með Samfylkingunnni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum, óskar sér hreins meirihluta með Samfylkingunni. Þetta kemur fram í viðtali við Líf á Stundinni. Hún segir jafnframt að henni finnist „Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum og hafi ekki verið jafn afdráttarlaus í því að vilja starfa áfram í þessum meirihluta og við.“

Ef fleiri flokka þurfi til að mynda meirihluta horfir Líf meðal annars til Sósíalistaflokksins. Hún segir stefnumarkið flokksins um margt vera áþekk áherslum VG, en eins og staðan er í dag útilokar hún samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk.

Stikkorð: kosningar Líf Magneudóttir x18