*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 17. maí 2018 16:05

Líf: Vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan

Líf Magneudóttir, oddviti VG í borginni, segist þó vera bjartsýn og heldur í vonina.

Ritstjórn
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni.
Aðsend mynd

Meirihlutinn heldur og það er gott,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn. „Það yrðu vissulega vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan. Þá væru kjósendur að hafna félagslegum áherslum VG í þessum meirihluta sem er skrýtið. En ég glata aldrei bjartsýninni og voninni,“ segir Líf.

„Samfylkingin mælist sterk með borgarstjórann og Dagur hefur verið í forsvari fyrir þennan meirihluta sem við erum hluti af. Við í VG höfum tryggt að allur viðsnúningur fari í menntakerfið, að framfærsla í fjárhagsaðstoð var hækkuð og það erum við sem erum að hugsa um börn með lægri leikskólagjöldum. VG hafa sett þessi mál á dagskrá í meirihlutanum.“

Aðspurð svarar hún því játandi að VG hafi að sumu leyti fallið í skuggann á samstarfsflokknum. „Við höfum verið lúsiðin á þessu kjörtímabili og mótað þá stefnu sem er tekin með samstarfsflokkunum og alltaf með mikinn fókus á þá sem standa verst í Reykjavík."

Stikkorð: kosningar x18
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is