Samkvæmt skýrslu Alþjóðasamtökum flugfélaga (IATA) sem kom út 7. maí gætu reglur um að hafa autt sæti á milli farþega ollið því að fjöldi sæta í boði í hverri vél minnki um 33-50% en það fer eftir tegundum flugvéla.

Í skýrslunni kemur fram að á meðaltali koma flugfélög út á sléttu þegar þau ná 77% sætanýtingu. Af 122 flugfélögum geta einungis fjögur starfað án taps við 62% sætanýtingu miðað við núverandi stefnur í verðlagsmálum. Öll önnur flugfélög starfa við tap undir 62% sætanýtingu.

IATA efast um að mörg flugfélög nái 62% sætanýtingu án miðjusæta. Fyrir vikið gætu flugfélög þurft að hækka flugfargjöld um 43-54% til að koma út á sléttu vegna færri sæta og auknum einingakostnaði.

Þessi hækkun miðast við vænta 53% sætanýtingu. Samtökin spá þó lágum fargjöldum til skamms tíma vegna lítillar eftirspurnar, lítils trausts neytenda, lægra olíuverðs og miklu framboði flugvéla miðað við núverandi ástand.

Icelandair, Wizz, American, Southwest, United Airlines og Delta hafa öll tímabundið hætt að selja í miðjusæti til að koma við móts við reglur um félagsforðun. Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, taldi þó aðgerðina vera „heimskulega“ þar sem hún tryggir ekki 2 metra regluna.