Fyrsta lífdísilverksmiðja landsins var opnuð á Akureyri í gær. Afkastageta verksmiðjunnar er um 300 tonn á ári.

Nýsköpunar f yr irtækið Orkey á Akureyri opnaði formlega lífdísilverksmiðju sína að Njarðarnesi á Akureyri í gær. Mun hún skapa 2-3 störf til að byrja með auk nokkurra afleiddra starfa. Framleiðslan á lífdísil mun síðan hefjast nú í október en verksmiðjan er hönnuð af Mannviti og að mestu smíðuð af heimamönnum. Er þetta fyrsta sérhannaða lífdísil-verksmiðjan sem gangsett er hérlendis.

Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, telur vaxandi möguleika á slíkri framleiðslu í framtíðinni. Lífdísillinn sem Orkey framleiðir er að mestu unninn úr úrgangssteikingarolíu og dýrafitu, en einnig úr öðrum úrgangi. Segir Kristinn að stefnt sé að framleiðslu á 300 tonnum af lífdísil á fyrsta starfsárinu.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .