Nýsköpunarfyrirtækið Orkey á Akureyri opnaði formlega lífdísilverksmiðju sína að Njarðarnesi á Akureyri á dag en hún mun skapa 2-3 störf til að byrja með. Framleiðslan á vistvænu eldsneyti - lífdísil mun síðan hefjast af krafti í framhaldinu en verksmiðjan er hönnuð af Mannviti og að mestu smíðuð af heimamönnum.

Er þetta fyrsta alvöru lífdísilverksmiðjan sem gangsett er hérlendis en Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, telur vaxandi möguleika á slíkri framleiðslu í framtíðinni. Lífdísillinn sem Orkey framleiðir er að mestu unnið úr úrgangssteikingarolíu og dýrafitu, en einnig úr öðrum úrgangi.

Kristinn segir að stefnt sé að framleiðslu á 300 tonnum af lífdísil á fyrsta starfsárinu og er áætlað að fyrst um sinn muni starfsemi Orkeyjar skapa 2-3 ársverk auk nokkurra afleiddra starfa. Hann segir að framleiðsla verksmiðjunnar fari til íblöndunar í dísilolíu hjá N1.