Heimild A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum var hækkuð úr 8% af eignum í 10% um síðustu áramót. Miðað við heildarfjárfestingar A-deildarinnar í árslok 2011 nemur aukningin um 3,5 milljörðum króna. Fjárfestingar námu þá um 172 milljörðum króna.

Frá nóvember 2011 til nóvember 2012 jókst hrein eign lífeyrissjóða um 12,5%. Því má gera ráð fyrir að aukin heimild til fjárfestinga sé nokkru meiri en 3,5 milljarðar. Heildarheimild til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum er ríflega 17 milljarðar króna.

LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Eins og hjá mörgum fleiri lífeyrissjóðum voru teknar ákvarðanir fyrir áramót um fjárfestingastefnu ársins 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.