*

sunnudagur, 5. apríl 2020
Innlent 23. febrúar 2020 17:04

Lífeyrissjóðir bjóða 85% lán

Lífeyrissjóðirnir Brú og Lífsverk bjóða sjóðfélögum 85% lán til fasteignakaupa á mun lægri vöxtum en bankarnir.

Júlíus Þór Halldórsson
Breytilegir verðtryggðir vextir Brúar lífeyrissjóðs eru tæplega 30% lægri en bankanna.
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóðirnir Brú og Lífsverk bjóða allt að 85% lán til fasteignakaupa á mun lægri breytilegum verðtryggðum vöxtum en bankarnir, auk þess sem lánshlutfallið einskorðast ekki við fyrstu kaup hjá Brú, og er þar með hærra en hjá tveimur bankanna sé ekki um fyrstu kaup að ræða. Aðeins eru þó veitt 75% til endurfjármögnunar.

Allir sjóðfélagar hafa lántökurétt hjá báðum sjóðum, og því þarf aðeins að greiða eina greiðslu í sjóðina – sem eru öllum opnir – til að öðlast hann. Hjá Lífsverki er auk þess gerð krafa um að lántaki sé virkur greiðandi meðan á lánstíma stendur.

Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðstjóri eignastýringar hjá Brú, segir að við ákvörðunina um að hækka lánshlutfallið í september síðastliðnum hafi sérstaklega verið horft til fyrstu kaupenda, þrátt fyrir að ekki sé gerð krafa um það.

Góð þjónusta og góður fjárfestingakostur
Hún hefur ekki sérstakar áhyggjur af því að svo hátt lánshlutfall geti leitt til útlánataps. „Auðvitað áttum við okkur á því að þetta er hærra hlutfall en við höfum verið með, en við vinnum hverja lánsumsókn ítarlega og það eru gerðar ríkar kröfur og skilyrði til hverrar lánveitingar.

Viðbótarlánið er auðvitað til skemmri tíma og greiðist hratt upp. Við lítum á þetta sem áframhald á okkar góðu þjónustu við sjóðfélaga, á sama tíma og um er að ræða góðan fjárfestingakost fyrir sjóðinn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: lán Lífsverk Brú