evrur
evrur
© None (None)
Deildar meiningar eru innan lífeyrissjóðanna um ágæti þess að selja erlendar eignir sjóðanna og flytja fjármunina til landsins, en mat þeirra byggir fyrst og fremst á ávöxtun og áhættudreifingu. Í útboði Seðlabankans sl. þriðjudag greiddu þeir lífeyrissjóðir sem tóku þátt evrur fyrir ríkisskuldabréf í krónum. Gengi í viðskiptunum var allt að 210 krónur fyrir evru, og innleystu kaupendur bréfanna því nokkurn gengishagnað miðað við skráð gengi.

Með gengishagnaði er ávöxtun af skuldabréfakaupunum um 5,3% en skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður og ber 3,25% raunvexti. Sjóðirnir selja erlendar eignir til að fjármagna kaupin. Af þeim framkvæmdastjórum lífeyrissjóða sem Viðskiptablaðið ræddi við mátti heyra að þeim er ekki vel við að selja erlendar eignir sínar. Þær nema alls um 485 milljörðum króna og því um lítið brot af þeim að ræða í útboðinu. Einn viðmælenda orðaði það svo að lífeyrissjóðirnir hefðu verið „temmilega spenntir“ fyrir þátttöku. Við kaupin eykst eign lífeyrissjóða í ríkisskuldabréfum enn frekar, en slíkar fjárfestingar hafa verið svo til þær einu sem boðist hafa frá hruni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.