Urban outfitters stendur frammi fyrir óeirðum milli hluthafa eftir að stórir lífeyrissjóðir gagnrýndu fyrirtækið fyrir að hafa of fáa kvenstjórnendur. Fyrirtækið sem á einnig kvenfatamerkin Anthropologie og Free People ætti að ráða fleiri kvenmenn og aðra minnihlutahópa í stjórnendastöður til að sýna fram á fjölbreytnina sem ríkir í markaðshópi þeirra, samkvæmt tillögu hluthafa sem fimm af stærstu lífeyrissjóðum Bandríkjanna styðja. Tillagan hefur einnig hlotið stuðning frá fjárfestingasjóðum í Kaliforníu, Norður Karólínu og New York borg.

Lífeyrissjóðirnir eru reiðir eftir að svipuð tillaga í fyrra hlaut einungis 28 prósent stuðning, og fyrirtækið skipaði þá eina konu í stjórn, Margaret Hayne, konu stofnanda og framkvæmdastjóra Urban Outfitters Richard Hayne. Hinir sex meðlimir stjórnar voru karlmenn og einungis einn þeirra var undir sextugu.

Sölur hjá fatamerkinu hafa dregist saman að undanförnu og hlutabréf hafa lækkað um 12 prósent á þessu ári þrátt fyrir vaxandi hagnað hjá svipuðum fatamerkjum.

Fyrirtækið hefur hvatt hluthafa til þess að kjósa gegn tillögunni í ljósi þess að það sé nú þegar kona í stjórn og að kvótakerfi gæti verið heftandi. Ráðgjafafyrirtæki hafa hins vegar stutt tillöguna. Glass Lewis í skýrslu fyrr í þessum mánuði sagði að með því að íhuga fjölbreyttari meðlimi í stjórn gæti fyrirtækið betrumbætt orðspor sitt,  sérstaklega í ljósi þess að þrjú af vörumerkjum fyrirtækisins markaðsetja sig nær eingöngu fyrir konur.

Óánægja hluthafa um litla fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja hefur almennt aukist á þróuðum mörkuðum. Í Bretlandi hafa sumir fjárfestar skipulagt mótmæli gegn stjórnum þar sem einungis karlmenn sitja. Í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði, brást Abercrombie og Fitch, samkeppnisaðili Urban Outfitters, við svipuðum mótmælum með því að ráða fjóra reynsluríka smásölu stjórnendur sem voru allar konur.