Nýir eigendur hafa tekið við Jarðborunum en SF III slhf., sem er félag félag í umsjón Stefnis hf., lauk í dag kaupum á um 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Í tilkynningu kemur fram að eigendur SF III séu Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Kaldbakur og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I.

Kaldbakur, dótturfélag Samherja, á 36% hlut í félaginu. Ekki hefur komið fram skiptingin milli annarra hluthafa.

Á aðalfundi, sem haldinn var í kjölfarið að kaupunum, tók ný stjórn við félaginu. Fulltrúar SF III í stjórn eru Baldvin Þorsteinsson, Geir Gunnlaugsson, Gunnar Guðni Tómasson, Rannveg Rist og Benedikt Ólafsson (varamaður). Fulltrúi Miðengis í stjórn er Ólafur Þór Jóhannesson en félagið mun áfram halda á um 18% hlut í Jarðborunum.