Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Meðal þeirra sem bættu við hlut sinn í Össuri síðastliðinn föstudag voru Lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en Eyrir Invest seldi ríflega 10% hlut í félaginu. Kaupendur voru lífeyrissjóðir, að því er IFS Greining segir í Morgunpósti í dag. Lífeyrissjóðirnir tveir halda nú hvor um sig um 5-6% í Össuri.
Eyrir Invest var stór hluthafi í Össuri allt frá árinu 2004. Á sama tíma og félagið seldi öll hlutabréf sín í Össuri þá keypti það í Marel fyrir tæplega milljarð króna. Eftir viðskiptin á Eyrir um 35,6% hlut í Marel.