Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa á síðustu vikum lækkað vexti á lánum til sjóðsfélaga sinna. Frá þessu er greint á Mbl.is . Hjá sumum sjóðanna eru breytilegir vextir orðnir lægri en 4%.

Í frétt Mbl kemur fram að lífeyrissjóðurinn Gildi lækkaði fasta vexti úr 5,2% í 4,5% og breytilega vexti úr 4,4% í 3,9%. Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkaði nýlega fasta vexti úr 5,4% í 4,9%, en breytilegir vextir sjóðsins eru 3,84%. Fastir vextir hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eru 4,75% og breytilegir vextir eru 4%. Einna lægstir eru vextirnir hjá Almenna lífeyrissjóðnum, en fastir vextir sjóðsins eru 4,4% og breytilegir vextir eru komnir niður í 3,75%.