Landssamtök lífeyrissjóða telur að frumvarp vegna losunar á fjármagnshöftum fela í sér mikilvæg skref í átt að losun fjármagnshafta og mæla með því að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn sjóðanna um frumvarpi til laga um losun fjármagnshafta.

Fyrir lífeyrissjóði er afar mikilvægt að geta beint fjárfestingum að hluta úr landi og kemur fram í umsögninni að að það sé stór partur í áhættudreifingu eignasafns.

Benda sjóðirnir þó á að frumvarpið taki hins vegar ekki á fjárfestingum lífeyrissjóða - en sjóðunum hefur verið veitt undanþágu til fjárfestinga í erlendri mynt fyrir um 80 milljarða. Telja þeir jafnframt að sökum stærðar sjóðanna sé afar brýnt að þeim verði veittar frekari heimildir til erlendra fjárfestinga.

Styðja LL því frumvarpið en vilja leggja áherslu á mikilvægi þess að sjóðirnir fái auknar heimildir til fjárfestingar og að þær verði veittar til lengri tíma.