Rannsóknarskýrsla um starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins er á lokastigi. Frestur síðustu lífeyrissjóðanna til þess að bregðast við skýrslunni rennur út í lok vikunnar.

Sjóðirnir fengu upplýsingar um tölulegar staðreyndir og óskað var eftir leiðréttingum, ef farið var rangt með einhver atriði. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir að búist sé við skýrslunni í lok þessa mánaðar eða byrjun febrúar. Í kjölfarið verði hún kynnt opinberlega.

Aðspurð um innihald skýrslunnar sagðist hún ekkert geta sagt, enda hafi hún ekki séð skýrsluna sem er unnin af rannsóknarnefnd sem skipuð er af ríkissáttasemjara.