Hópur fjárfesta sem samanstendur meðal annars af Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Almenna lífeyrisjsóðnum er langt kominn með að ganga frá kaupum á Tryggingamiðstöðinni af Stoðum, áður FL Group. Kemur þetta fram í fréttum Stöðvar 2 og Vísis . Á annan tug milljarða króna gætu fengist fyrir félagið, sem er eitt stærsta tryggingafyrirtæki landsins.

Stoðir, áður FL Group, halda á 99,9 prósentum hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Fyrirtækið hefur verið í söluferli sem staðið hefur yfir frá 29. mars og var óskuldbindandi tilboðum var skilað inn 4. maí.

Þrír aðilar skiluðu inn bindandi tilboðum í síðasta mánuði og að lokum voru teknar upp viðræður við einn hóp fjárfesta sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur farið fyrir.