Lífeyrissjóðirnir hafa verið að bæta duglega við innlenda hlutabréfaeign sína undanfarna mánuði og skýrir það að hluta þá miklu aukningu sem orðið hefur í veltu á hlutabréfamarkaðnum íslenska. Hún endurspeglast líka í hækkandi hlutabréfaverði. Þá hefur hlutfall innlendrar hlutabréfaeignar af heildareignum lífeyrissjóða ekki verið meiri frá hruni.

Þegar listar Kauphallarinnar yfir 20 stærstu hluthafa skráðra félaga á markaði eru skoðaðir renna þeir einnig stoðum undir þá kenningu að veltuaukningin undanfarna mánuði komi til vegna kaupa lífeyrissjóðanna. Viðskiptablaðið skoðaði heildareignarhluta lífeyrissjóða í sex skráðum félögum þann 14. febrúar annars vegar og 18. júlí hins vegar. Eignarhlutur lífeyrissjóða í Eimskip hefur farið úr 18,5% í 29,9% á þessu tímabili og eignarhlutur þeirra í Högum hefur aukist úr 33,2% í 38,5%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .