Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.017 milljörðum króna í lok september og er það 1,5 milljarða króna lækkun á milli mánaða. Greining Íslandsbanka segir lækkunina skýrast af 15,3 milljarða króna verðlækkun á erlendum eignum lífeyrissjóðanna. Samdrátturinn nam 3,4% í mánuðinum. Síðastliðna tólf mánuði hefur erlend verðbréfaeign sjóðanna hækkað um 10%, 181 milljarð króna. Á móti hækkaði erlend verðbréfaeign sjóðanna um 9,1 milljarð króna, eða 0,6%.

Greining Íslandsbanka bendir á að erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna hafi lækkað samfellt í fjóra mánuði og hafi verðmæti erlendrar eignar þeirra ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2004.

Greining Íslandsbanka eriknar með því að virði erlendra eigna lífeyrissjóðanna hækki í október enda hafi hlutabréfaverð hækkað nokkuð í mánuðinum.