Hrein eign lifeyrissjóðanna nam 2.506 milljörðum króna í lok maí og jókst um 43 milljarða, eða 1,75%, frá fyrri mánuði. Þar af nam hrein eign samtryggingadeilda um 2.258 milljörðum en hrein eign séreignadeilda var 248 milljarðar.

Seðlabanki Íslands birti nýjar hagtölur í gær um eignir lífeyrissjóða. Innlend verðbréfaeign sjóðanna nemur 1.808 milljörðum og jókst um 21 milljarð milli mánaða. Mesta aukningin var í íbúðabréfum, eða um 6 milljarðar, og í innlendum hlutabréfum en þau jukust um tæpa 5 milljarða. Erlend verðbréfaeign var 567 milljarðar og jókst um 30 milljarða milli mánaða.