Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 3.065 milljörðum króna í lok apríl og hækkaði um 16,9 milljarða eða 0,6% á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabankans um stöðu lífeyrissjóðanna sem birtar voru í gær. Þar af nam hrein eign samtryggingadeilda 2.769 milljörðum króna en séreignadeilda 297 milljörðum. Innlend verðbréfaeign nam 2.173 milljörðum króna og hækkaði um 21,2 milljarða í apríl. Erlend verðbréfaeign nam 734 milljörðum en það er rúmlega 12 milljarða lækkun frá fyrri mánuði.

Á vefsíðu Seðlabankans kemur fram að ekki liggi fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóð- anna liggur fyrir.