*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 11. nóvember 2014 07:59

Lífeyrissjóðirnir eiga 43% í skráðum félögum

Erlendir aðilar eru næststærsti eigendahópurinn á eftir lífeyrissjóðunum, en þeir eiga 20-24% af markaðnum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint 43% af skráðum félögum á Íslandi. Sé aðeins litið til beins eignarhalds þeirra eiga þeir 36%. Þetta kemur fram í úttekt Hersis Sigurgeirssonar, dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, en Morgunblaðið greinir frá niðurstöðum hennar í dag.

Erlendir aðilar eru næststærsti eigendahópurinn á eftir lífeyrissjóðunum, en þeir eiga 20-24% af markaðnum. Stórir einstakir fjárfestar eiga beint og óbeint um 6% og íslenska ríkið á um 3,2%, sem er aðallega í gengum Landsbankann.