Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.019 milljörðum króna í lok ágúst. Eignir sjóðanna hafa lækkað um 1,1 prósent á milli mánaða. Hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu 2.043 milljörðum króna í lok júlí og höfðu þá aldrei verið meiri.

Í hagtölum Seðlabankans kemur fram að lækkunin, sem nemur 24 milljörðum króna, megi að mestu leyti rekja til lækkunar á erlendum verðbréfaeignum lífeyrissjóðanna.

Verðmæti erlendra eigna lífeyrissjóðanna námu 454 milljörðum króna í lok ágúst og hafði það lækkað um 35 milljarða frá í júlí.

Seðlabankinn tekur fram að erlendar eignir lífeyrissjóðanna eru gerðar upp í íslenskum krónum og því hafi ekki verið tekið tillit til gengisáhrifa.