*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 5. nóvember 2013 17:37

Lífeyrissjóðirnir eiga næstum 2.600 milljarða

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris hefur aldrei verið meiri en nú.

Ritstjórn

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.583 milljörðum króna í lok september og var það 41 milljarði meira en sjóðirnir áttu í lok ágúst. Hækkunin nemu 1,6% á milli mánaða. Eign lífeyrissjóðanna hefur aldrei verið meiri.

Fram kemur um eignastöðu lífeyrissjóðanna á vef Seðlabankans að þar af var eign samtryggingarsjóða 2.325 milljarðar króna en eign séreignadeilda 257 milljarðar króna.

Innlend verðbréfaeign nam tæpum 1.858 milljörðum króna og var það 19 milljarða aukning á milli mánaða. Mesta aukningin var í íbúðabréfum en virði þeirra í bókum lífeyrissjóðanna jókst um sjö milljarða króna og í ríkisskuldabréfum sem jukust um rúma fjóra milljarða. Þá hækkaði erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna um 26 milljarða króna eða tæp 5% á milli mánaða í september. Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna nam 586 milljörðum króna. Það stafar fyrst og fremst af hækkun erlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða en hún nam alls rúmum 27 milljörðum króna.